Gott að vinna við sjávarútveg

269
Deila:

Maður vikunnar á Auðlindinni að þessu sinni er einn okkar reyndustu skipstjóra á uppsjávarveiðum, síld, loðnu, makríl og kolmunna. Hann er skipstjóri á skipi Eskju á Eskifirði, Jóni Kjartanssyni SU 111. Hann byrjaði 12 ára í saltfiski og fór 17 ára í Norðursjóinn. Hann er með bíladellu og á tvo fornbíla.

Nafn:

Grétar Rögnvarsson.

Hvaðan ertu?

Eskifirði.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð með Ingu Rún Sigfúsdóttir og ég á þrjú börn og fimm barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri à Jóni Kjartanssyni SU 111.

Hvenær hófstu vinnu við sjávarútveg?

Var 12 ára þegar ég byrjaði að vinna í saltfiski með karli föður mínum og var 17 ára þegar ég byrjaði á sjó á síld í Norðursjónum.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er gott að vinna við sjávarútveg og alla tíð liðið vel í því umhverfi og þekki ekkert annað.

En það erfiðasta?

Það erfiðasta eru brælurnar á sjónum og fjarvistir frá fjölskyldu.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er svo margt skrýtið á löngum ferli sem skipstjóri, ekkert sem stendur upp úr sérstaklega.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það eru margir eftirminnilegir sem maður hefur unnið með, vil ekki nefna neinn sérstakan þeir eru þó allavega nokkrir.

Hver eru áhugamál þín?

Áhugamál mín er að ferðast mikið og svo er ég með smá bíladellu á tvo fornbíla svo auðvitað fjölskyldan og sérstaklega litlu barnabörnin.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Uppáhaldsmaturinn eru rjúpur og íslenska lambakjötið.

Hvert færir þú í draumafríið

Safaríferð til Suður-Afríku en þangað hef ég farið og væri til í aftur.

 

Deila: