Gott ár í norskum útvegi þrátt fyrir Covid-19

Þrátt fyrir erfitt ár í alheimsfaraldri Cocid-19 náðu Norðmenn að flytja út 2,7 milljónir tonna af sjávarafurðum að verðmæti 105.7 milljarðar norskra króna á síðasta ári. Upphæðin svarar til 1.600 milljarðar íslenskra króna. Þetta er næsthæsta útflutningsverðmæti Norðmanna í sögunni. Þessi útflutningur svarar einnig til 37 milljóna máltíðaá hverjum degi árið um kring eða 25.000 á mínútu.

Heildarútflutningur mælt í magni jókst um 2% en verðmætið lækkaði um 1% miðað við metárið í fyrra.

Þrátt fyrir að árið 2020 sé einstakt hefur flestum útflytjendum sjávarafurða tekist að sigrast á áskorunum vegna Cocid-19. Komið hefur í ljós hve styrkum fótum norskur sjávarútvegur stendur á heimsmarkaðnum fyrir sjávarafurðir. Við getur verið stolt af útveginum okkar og hæfileikum hans til að geta lagað framleiðsluna heimafyrir að breyttum erlendum mörkuðum. Staðan á neytendamörkuðum víða um heim er mjög sterk,“ segir framkvæmdastjóri Norges sjømatråd

Renate Larsen.

„Ég er ánægður að sjávarútvegurinn nái aftur að fara yfir 100 milljarða markið í ítflutningsverðmæti. Það náðist fyrir árið 2019 og að þetta skuli nást í heimsfaraldri kóróna er stórkostlegt,“ segir sjávarútvegsráðherrann Odd Emil Ingebrigtsen.

Árið 2020 fór vel af stað í norskum sjávarútvegi með háu afurðaverði og mikilli trú á nýtt metár, en svo skall kórónufaraldurinn á um allan heim. Samfélög heimsins lokuðust og þá lokuðust mikilvægar leiðir fyrir afurðirnar eins og veitinga- og hótelgeirinn. Miklar áskoranir voru í flutningum og sala sjávaraurða færist í miklum mæli inn á dagvörumarkaðinn, netverslun og „Take-away-þjónustu.  Þá hefur stóra myndin einnig breyst. Mikil aukning hefur orðið í sölu á síld og makríl, en samdráttur í þurrkuðum- og blautverkuðum saltfiski og skreið.

Ingebrigtsen hrósar sjávarútveginum. Atvinnuvegurinn eigi hrós skilið fyrir hve vel hann hafi lagað sig að erfiðum og óöruggum markaðsaðstæðum. Hann hafi verið ánægður með viljann til að ná árangri og getuna í markaðssetningu. Þetta hafi ráðið því að sjávarútvegurinn hafi geta mætt áskorunum kórónaársins.

Það eru 5 mikilvægir þættir sem standa að baki þessum árangri. Það eru lágt gengi norsku krónunnar, sveigjanleiki í vinnslunni, góð staða í einstökum tegundum eins síld og makríl, markaðsverð á laxi hefur verið nálægt því hæsta sem um getur, og að mikil eftirspurn er eftir norskum sjávarafurðum á heimsmarkaðnum fyrir sjávarafurðir.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fizza

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...

thumbnail
hover

Skrýtið að þjóna til altaris

Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...

thumbnail
hover

Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...

„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...