-->

Grillaður lax með mangósósu

Nú grillum við lax, en flestan feitan fisk er einfalt að grilla í og staðinn fyrir laxinn er hægt að nota væna bleikju eða lúðu. Við styðjumst við uppskrift af Gott í matinn.is en fengum uppskrift að girnilegri mangó sósu með laxinum af vefnum pjatt.is. Einföld og verulega góð uppskrift sem við hvetjum fólk til að prófa. Það er nefnilega hægt að grilla svo margt.

Lax er afskaplega hollur fiskur vegna mikils innihalds omega3 og fleiri vítamína. Laxeldi við Ísland er að vaxa fiskur um hrygg og stefnir í að innan 10 ára geti útflutningsverðmæti úr fiskeldi orðið um 30 milljarðar króna, en það er meira en fæst fyrir makrílaflann í ár.

Innihald

Salt og pipar
Olía
Handfylli af salati
800 g lax
1 mangó, afhýtt og grófrifið
1 grilluð rauð paprika, skorin í strimla

Rjóma mangó-sósa
Ögn af karrídufti
1 g sýrður rjómi (1 dós), 10%, Gott í matinn frá MS
1 mangó, afhýtt og skorið í litla bita
1 límóna, safi og fínrifinn börkur

Aðferð

Hitið grillið vel. Smyrjið olíu á grillgrindurnar og á fiskinn. Gott er að nota fiskiklemmu undir flakið. Grillið laxinn í 3–4 mínútur, fyrst á roðlausu hliðinni og síðan 3–4 mínútur á roðhliðinni.
Saltið og piprið og berið strax fram heitt með rjóma-mangó-sósunni, rifnu mangói, grillaðri papriku og handfylli af salatblöðum.
Búið sósuna til með því að mauka allt saman með rafmagnssprota eða í matvinnsluvél.
Aðalréttur · undirbúningur um 10 mínútur · matreiðsla um 10 mínútur.
Meðlæti að öðru leyti er að eigin vali og sama má segja um drykk með matnum.