-->

Grindhvalir á ferðalagi

Færeyingar merktu fyrir nokkru tvo grindhvali við eyjarnar, Annan við Bö á Vogey og hinn við Þórshöfn. Hvalirnir hafa síða svamlað upp undir Ísland, en eru nú að leið til suðurs. Hvalurinn frá Bö, hefur verið á djúpu vatni, allt að 2.500 metra og er nú komin suður fyrir 60. breiddargráðu.
Hvalurinn sem var merktur við Þórshöfn hefur einnig snúið til suðurs eftir að hafa verið nokkurn tíma á Ysta banka. Nú hefur hann sett stefnuna á Rockall og er komin á 58. breiddargráðu. Í upphafi voru fjórir hvalir merktir, en engin merki berast lengur frá tveimur af sendunum.

 

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja

Íslensk bleikja er einhver besti fiskur sem hægt er að fá í matinn. Hún er ekki eins feit og eldislaxinn, bragðið eiginlega alveg ei...

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...