Grindhvalirnir við Reykjaneshrygg

96
Deila:

Færeyski grindhvalirnir sem merkir voru við Bö og Þórshöfn hafa verið á ferðinni djúpt suðvestur af Íslandi að undanförnu.

Hvalurinn sem merktur var  við Bö hélt í síðustu viku í norðvestur í átt að Grænlandi og var kominn á 35. lengdargráðu áður en hann snéri við og var það um 150 mílur frá Grænlandi. Síðan hefur hann haldið suður á bóginn þar dýpið hefur verið um 3.000 metrar. Síðustu daga hefur hann svo synt til austurs í átt að Reykjaneshryggnum.

Hvalurinn sem var merktur í Þórshöfn hefur ekki verið eins ferðaglaður. Hann hefur haldið sig austur af Reykjaneshryggnum 58. og 59. Breiddargráðu, en er nú kominn norður á 60. breiddargráðu. Hvalirnir er því að nálgast hvorn annan þótt þeir séu hvor sínu megin við Hrygginn. Um 100 mílur eru á milli þeirra.

 

Deila: