-->

Grjótverk lýkur við grjótgarð

Verktakafyrirtækið Grjótverk ehf í Hnífsdal lauk í síðustu viku við lengingu Norðurgarðs, grjótgarðs í Ólafsvíkurhöfn. Verkið hófst fyrir rúmu ári. Garðurinn var lengdur um 80 metra. Heildarkostnaður var áætlaður um 170 milljónir króna. Framkvæmdin skilar meiri kyrrð í höfninni og öruggari innsiglingu.

Verkið var vandasamt en ekki ber á öðru en að verktakinn hafi skilað góðu verki. Eigendur Grjótverks ehf eru Agnar E Agnarsson frá Ísafirði og Ragnar Berg Elvarsson frá Súðavík.
Frétt og mynd af bb.is

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...