
Grjótverk lýkur við grjótgarð
Verktakafyrirtækið Grjótverk ehf í Hnífsdal lauk í síðustu viku við lengingu Norðurgarðs, grjótgarðs í Ólafsvíkurhöfn. Verkið hófst fyrir rúmu ári. Garðurinn var lengdur um 80 metra. Heildarkostnaður var áætlaður um 170 milljónir króna. Framkvæmdin skilar meiri kyrrð í höfninni og öruggari innsiglingu.
Verkið var vandasamt en ekki ber á öðru en að verktakinn hafi skilað góðu verki. Eigendur Grjótverks ehf eru Agnar E Agnarsson frá Ísafirði og Ragnar Berg Elvarsson frá Súðavík.
Frétt og mynd af bb.is
Tengdar færslur
Ágætur afli
Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...
Álaveiðar mögulegar sem búsílag
Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...
Einfalda löggjöf um áhafnir skipa
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...