-->

Gullver í togararallinu

Hið árlega togararall eða marsrall er hafið. Fjögur skip taka þátt í rallinu, tvö hafrannsóknaskip og togararnir Breki VE og Gullver NS. Gert er ráð fyrir að rallið standi yfir næstu þrjár vikurnar en togað verður á tæplega 600 stöðvum umhverfis landið.
Togararallið hefur verið framkvæmt með líkum hætti árlega frá árinu 1985 og er megintilgangur þess að mæla stofna botnfiska við landið en einnig eru aðrar rannsóknir framkvæmdar.
Gullver hélt í rallið upp úr hádeginu í fyrradag og hóf að toga síðdegis. Heimasíða síldarvinnslunnar ræddi við Steinþór Hálfdanarson stýrimann í morgun en þá var skipið statt sunnan í Glettinganesflakinu. Steinþór sagði að Gullver væri á sínu níunda holi. „Við erum að toga hér í blíðuveðri. Svæðið sem við eigum að toga á er svonefnt norðaustursvæði og nær það frá Kolbeinsey í norðri og suður að Hvalbak. Að auki er okkur ætlað að toga á Þórsbanka. Þetta eru um 180 hol sem við eigum að taka á svæðinu. Það er ráðgert að landa einu sinni á meðan á rallinu stendur,“ segir Steinþór.

Hér skal tekið fram að Síldarvinnsluskip hafa áður tekið þátt í togararalli og líklega á Bjartur þátttökumet en hann rallaði samtals tuttugu og sex sinnum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...