-->

Gúmmelaði úr Grindavíkurdýpi

Nú sækjum við fiskinn í Grindavíkurdýpið, sem hefur verið matarkista Suðurnesjamanna í aldanna rás. Þar er að finna góðgæti af ýmsu tagi og má matreiða það á fjölmargan hátt. Að þessu sinni leggjum við til hátíðarútgáfu af algengum fiskitegundum og hikum ekki við að mæla með henni. Það er svo lítið mál að breyta fiskitegundum ef þess er óskað og eftir því hvað er til.

Innihald:

400g ýsuflök
400g skötuselur
100g rækjur
blaðlaukur, 5 sm. stubbur skorinn í sneiðar
¼ appelsínugul paprika, söxuðuð
1 laukur, saxaður
2-3 hvítlauksrif, marin eða fínt söxuð
½ búnt fersk steinselja, söxuð
2 eggjarauður
½ teningur fiskiskraftur
150g rifinn ostur
2,5 dl. hvítvín
2,5 dl. rjómi
sítrónupipar
salt
pipar
smjör

Aðferð:

Svissið grænmetið í smjöri í góðum potti. Hreinsið fiskinn mjög vel, skerið í hæfilega bita og kryddið með sítrónupipar. Hellið hvítvíninu í pottinn og leggið fiskbitana ofan á grænmetið. Lokið pottinum og látið suðuna koma upp og sjóðið í 2-3 mínútur.

Veiðið þá fiskinn upp úr pottinum og leggið í eldfast mót. Hellið rjómanum út í pottinn og setjið fiskikraftinn út í. Hrærið vel saman of kryddið með salti og pipar eftir smekk. Þegar sósan er tilbúin er steinseljan og  eggjarauðurnar hrærðar út í hana. Sósunni er síðan hellt yfir fiskinn í eldfasta mótinu og dreifið rækjunum yfir.  Dreifið síðan rifna ostinum yfir.
Bakið í ofni við 180°C þar til osturinn er orðinn gylltur.

Berið réttinn fram með ristuðu brauði og salati að eigin vali.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Segir „alveg á hreinu“ að gögnin...

Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir í samtali á visir.is ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarps...

thumbnail
hover

Nýdoktor á sviði flotahegðunar og hagfræði...

Staða nýdoktors er auglýst hjá Hafrannsóknastofnun, við starfstöð stofnunarinnar í Hafnarfirði. Nýdoktornum er ætlað að starfa...

thumbnail
hover

TF-SIF stuðlar að handtöku hasssmyglara

Spænska lögreglan, Guardia Civil, í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands handtók fjóra smyglara og gerði 963 kíló af hassi upptæ...