Haf og hagi

Deila:

Það eru fleiri en sjómenn sem sækja sér björg í bú í auðlindir hafsins. Sauðféð sækir mikið í fjörurnar við Hópsnes og gæðir sér á þara, þangi og öðrum gróðri þar. Á myndinni er Askur GK að koma í land í Grindavík á sínum tíma. Myndin gæti með sanni kallast haf og hagi (surf and turf). Askur hefur verið seldur úr Grindavík fyrir nokkru og er nú sem þjónustubátur við fiskeldi vestur á Tálknafirði.
Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson.

 

Deila: