Hafnarnes Ver með mestan kvóta í sæbjúgum

Deila:

Fiskistofa hefur lokið útreikningi á hlutdeildum í sæbjúga í samræmi við lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), sem samþykkt voru á Alþingi 15. júní sl. er mælt fyrir um að setja skipum aflahlutdeild í sæbjúgum á skipt niður á veiðisvæði miðað við veiðireynslu á fiskveiðiárunum 2018/2019, 2019/2020 og 2020/2021.

Veiðisvæðin eru tvö, austursvæði og vestursvæði. Leyfilegur heildarafli er 9.674 tonn. Átta bátar fá úthlutað hlutdeild og samkvæmt því er Friðrik Sigurðsson ÁR með mestar heimildir eða 1.967 tonn samtals á báðum veiðisvæðum. Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn geri bátinn út. Fyrirtækið gerir einnig út bátinn Jóhönnu ÁR, sem er samtals með 1.541 tonn á báðum svæðum og því er Hafnarnes Ver með langmestar heimildir, samtals 3.508 tonn.

Klettur ÍS er með 1.828 tonn á bátum svæðum, Sæfari ÁR er með 1,670 tonn, EBBi Ak með 764 tonn á vesturvæði. Tindur ÍS er með 675 tonn samtals á báðum svæðum, Bára SH með samtals 639 tonn og Eyji NK með 584 tonn á austur svæðinu.

Deila: