Hafnbann Norðmanna nær ekki til rússneskra fiskiskipa

Deila:

Rússneskum skipum stærri en fimm hundruð brúttótonn, öðrum en fiskiskipum, er ekki lengur heimilt að leggjast að bryggju í Noregi. Hafnbann sem viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu tók gildi í Noregi um helgina.

Norska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og segir að bannið nái til allra flutningaskipa, snekkja og annarra skemmtiferðaskipa. Öll fiskveiðiskip eru undanþegin banninu sem nær ekki til hafna á Svalbarða.

Rússneskum skipum sem hafa verið skráð til siglinga undir fánum annarra ríkja eftir 24. febrúar verður sömuleiðis bannað að koma til hafnar í Noregi. Stofnun siglingamála þar í landi hefur gefið út leiðbeiningarreglur til hafna og annarra þeirra sem þurfa að eiga samskipti við rússnesk skip. 
Frétt af ruv.is

Deila: