Hafró auglýsir eftir rannsóknamann í sýnatöku

Deila:

Hafrannsóknastofnunin leitar eftir starfsmanni til rannsóknastarfa við starfstöð stofnunarinnar á Akureyri. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við sýnatöku, öflun og úrvinnslu gagna í landi og í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Starfið er fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf.

Helstu verkefni:

  • Sýnataka í landi
  • Aldurslestur fiska
  • Þátttaka í rannsóknaleiðöngrum.
  • Innsláttur gagna í gagnagrunn
  • Úrvinnsla sýna
  • Önnur tilfallandi verkefni á starfsstöðinni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Æskilegt að umsækjendur hafi B.S.próf í líffræði eða sambærilega menntun og reynslu
  • Dugnaður, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Leitað er eftir einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, hefur góða samskipta- og skipulagshæfileika og áhuga á málefnum sjávarútvegsins.

Um er að ræða fullt starf með starfstöð á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst.

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og útskýrir atriði í ferilskrá betur, eftir því sem viðkomandi telur þörf á.

Umsóknarfrestur er til og með 25. október n.k.

Umsóknir skulu sendar á póstfangið umsokn@hafogvatn.is eða á skrifstofu Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, merktar Sýnataka.

Nánari upplýsingar veitir Sólmundur Már Jónsson, mannauðsstjóri (solmundur.mar.jonsson@hafogvatn.is) og Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri (gudmundur.thordarson@hafogvatn.is) sími 5752000.

Jafnt karlar sem konur, eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

í sýnatöku

Hafrannsóknastofnun leitar eftir starfsmanni til rannsóknastarfa við starfstöð stofnunarinnar á Akureyri. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við sýnatöku, öflun og úrvinnslu gagna í landi og í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Starfið er fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf.

Helstu verkefni:

  • Sýnataka í landi
  • Aldurslestur fiska
  • Þátttaka í rannsóknaleiðöngrum.
  • Innsláttur gagna í gagnagrunn
  • Úrvinnsla sýna
  • Önnur tilfallandi verkefni á starfsstöðinni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Æskilegt að umsækjendur hafi B.S.próf í líffræði eða sambærilega menntun og reynslu
  • Dugnaður, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Leitað er eftir einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, hefur góða samskipta- og skipulagshæfileika og áhuga á málefnum sjávarútvegsins.

Um er að ræða fullt starf með starfstöð á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst.

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og útskýrir atriði í ferilskrá betur, eftir því sem viðkomandi telur þörf á.

Umsóknarfrestur er til og með 25. október n.k.

Jafnt karlar sem konur, eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Deila: