-->

Hafró flutt í Hafnarfjörð – opið hús á sjómannadaginn

Hafrannsóknastofnun, rannsókna‐ og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er flutt í nýtt og glæsilegt hús að Fornubúðum 5, við höfnina í Hafnarfirði. Með þessu verður starfsemi Hafrannsóknastofnunar á höfuðborgarsvæðinu loks komin á einn stað. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson fá lægi framan við húsið við Háabakka, nýjan hafnarbakka í Hafnarfjarðarhöfn.

Í húsinu að Fornubúðum starfa um 130 manns og að auki eru um 40 manns í áhöfnum skipanna. Þá sinna margir háskólanemar námsverkefnum sínum í húsinu. Hafrannsóknastofnun rekur einnig Sjávarútvegsskóla Þróunarsamvinnumiðstöðvar UNESCO sem er hluti af GRÓ ‐ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem er einn vettvangur þróunarstarfs utanríkisráðuneytisins.

Húsið er stærsta timburhús landsins reist af Fornubúðum ehf. Timbur var sérstaklega valið sem byggingarefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði á byggingartíma og í rekstri hússins í samræmi við markmið Hafrannsóknastofnunar sem umhverfisvænnar stofnunar.

„Á sjómannadaginn 7. júní milli kl. 13 og 17 býður Hafrannsóknastofnun öllum að skoða húsið. Stutt kynning verður á starfseminni og veitingar í boði.

Við biðjum gesti að sýna tillitsemi vegna sóttvarna en talið verður inn og út úr húsinu. Við erum öll almannavarnir.

Verið hjartanlega velkomin að koma og skoða Hafrannsóknastofnun okkar allra,“ segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skiptast á að taka aflann um...

Makrílvertíðin sem hófst hjá Síldarvinnslunni um síðustu mánaðamót hefur farið hægt af stað. Skipin hafa helst verið að vei...

thumbnail
hover

Sólberg með um 2.500 tonn af...

Frystitogarinn Sólberg ÓF hefur nú sótt ríflega 2.500 tonn af þorski auk meðafla í öðrum tegundum í Barentshafið. Það hefur þ...

thumbnail
hover

Nýsmíði ekki útilokuð

Vísir hf. í Grindavík hefur tekið Bylgju VE á leigu og lagt Kristínu GK. Að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra fy...