Hafró í alþjóðlegum leiðangri

117
Deila:

Þessa dagana taka starfsmenn frá Hafrannsóknastofnun þátt í alþjóðlegum leiðangri á norska rannsóknaskipinu G.O. Sars. Auk sérfræðinga stofnunarinnar eru vísindamenn frá Bretlandi og Grænlandi í leiðangrinum. Verið er að skoða hafsbotninn í djúpinu milli Grænlands og Íslands. Notaður er fjarstýrður kafbátur, Ægir 6000, sem búinn er hágæða myndavél.

 Beint streymi verður frá leiðangrinum í dag, föstudaginn 6. ágúst, kl. 11:30 þar sem fylgst verður með köfun. Eins verður hægt að senda vísindamönnunum spurningar meðan á streyminu stendur.

Slóðin á viðburðinn er: https://www.facebook.com/events/167132252066447/?ref=newsfeed

 Þá er einnig haldið úti bloggi um leiðangurinn og er tengillinn á það hér á eftir:

https://www.zsl.org/blogs/science/expedition-to-the-deep

Deila: