Hafró ráðleggur aukningu í laxeldi

105
Deila:

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út nýtt mat á hæfilegu laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland. Samkvæmt því er lagt til að ekki verði alið meira en 106.500 tonn í sjó við Ísland. Það er aukning um 35.500 tonn frá fyrra mati, sem var 71.000 tonn.

„Í nýju mati er miðaða við hámarkslífmassa. Framleiðsla er nú reiknuð sem 80% af hámarks- lífmassa en var áður lögð að jöfnu. 71 þús tonn jafngilda því 88,75 þús tonna lífmassa. Aukning er því í raun 20%. Lagt er til að eldi verði ekki stundað nær veiðiám í botni Ísafjarðardjúps en sem nemur línu frá Ögurnesi að Æðey og Hólmasundi. Í Ísafjarðardjúp er lagt til 12.000 tonna hámarkslífmassa. Ef notuð eru 400 gramma seiði má auka hámarkslífmassa í 14.000 tonn. Í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði er lagður til hámarkslífmassi 12.000 og 16.000. Með notkun 400 gramma seiða má auka hámarkslífmassa í 14.000 og 18.000 tonn,“ segir í ráðgjöf Hafró.

Helstu breytingar frá fyrra mati eru að nú er talið hæfilegt að ala 2.500 tonn í Önundarfirði og 12.000 tonn í Ísafjarðardjúpi, en áður var lagst gegn öllu eldi á þessum stöðum. Þá er ráðlagt að eldi í Patreks- og Tálknafirði verði ekki meira en 20.000 tonn, 20.000 tonn í Arnarfirði og 10.000 tonn í Dýrafirði. Þetta eru óbreyttar tölur frá fyrri ráðgjöf. Samtals fer ráðlegging á Vestfjörðum út 50.000 tonnum í 64.000 tonn.

Þá er ráðlagt eldismagn á Austfjörðum verði tvöfaldað, fari úr 21.000 tonnum í 42.000. Í Berufirði megi ala 7.500 tonn, 12.00 tonn í Fáskrúðsfirði, 16.000 tonn í Reyðarfirði og 6.500 tonn í Seyðisfirði.

Deila: