Hákon EA með mest af íslensku síldinni

Deila:

Afli af íslenskri síld á þessu fiskveiðiári er orðinn tæp 69.000 tonn. Það er um 40.000 tonnum meira en allt árið í fyrra. Þá veiddust 28.300 tonn af leyfilegum heildarkvóta upp á 35.157 tonn. 6.856 tonn voru þá óveidd og flutt yfir á þetta fiskveiðiár. Hákon EA var langaflahæsta skipið í fyrra með 4.292 tonn.

Leyfilegur heildarafli í ár er 79.000 tonn og því óveidd um 10.000 tonn. Hvort þau verða tekin síðar á árinu eða flutt yfir á það næsta liggur ekki fyrir. Uppsjávarskipin eru nú á kolmunna fram á vorið og fara síðan á makríl í sumar.

Sex skip hafa veitt meira en 4.000 tonn af síldinni. Hákon EA er aflahæsta skipið með 7.467 tonn og hefur lokið kvóta sínum. Næstu skip eru Vilhelm Þorsteinsson EA með 6.974 tonn, Ásgrímur Halldórsson SF með 5.540 tonn, Heimaey VE með 4.738 tonn, Venus NS með 4.700 tonn og Víkingur AK með 4.172.

Deila: