Hálf milljón tonna af fiski flutt utan frá Færeyjum

201
Deila:

Heildarútflutningur fiskafurða frá Færeyjum á síðasta ári skilaði þeim 8,9 milljörðum færeyskra króna, sem svarar til 165 milljarða ísenskra króna. Vöxturinn nemur 19%. Eldislax skilar langmestum verðmætum eða 74 milljörðum íslenskra króna. Er  það aukning um 41% og hefur verðmætið aldrei verið meira.

Verðmæti útfluttra þorskafurða fór nú í fyrsta sinn frá árinu 2002 yfir einn milljarð færeyskra króna, eða 18,5 milljarða íslenskra. Útflutningur á ýsu og makríl jókst einnig verulega í fyrra, eða um 45% í ýsunni og 43% í makrílnum.

Líka met í magni

Sé útflutningurinn metinn að magni til, er hann meiri en í fyrra. Alls fóru 512.000 tonn utan 2019 og hefur það aldrei verið meira nema einu sinni, en það var 2017.  Þessi tvö ár eru þau einu, sem Færeyingar hafa flutt utan meira en hálfa milljón tonna af fiski.

69.000 tonn af laxi voru flutt utan og er það 2.000 tonnum meira en fyrra metár, 2014. Sala á þorski fór í tæp 30.000 tonn, sem er vöxtur um 28%. Af ýsu fóru utan tæp 8.000 tonn, sem er 36% og útflutningur síldar nam 122.000 tonnum, sem er 58% aukning.

 

Deila: