Hátíðleg jólastund starfsmanna í nýja flugskýlinu

Deila:

Hin árlega jólastund Landhelgisgæslunnar var haldin í nýja flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flutti ræðu þar sem hann fjallaði um þann kraft sem einkennt hefur stofnunina á árinu og sagði að það væri vel við hæfi að jólastundin færi fram í hinu nýja flugskýli sem brátt verður tekið í notkun.

Sigríður Ragna Sverrisdóttir, náttúrufræðingur og sérfræðingur hjá sjómælinga- og siglingaöryggisdeild, flutti jólaguðspjallið að þessu sinni.

Þá voru starfsmenn sem létu af störfum heiðraðir og þeim þakkað fyrir vel unnin störf. Þau Hörður Bachman, Óskar Haukur Óskarsson, Sigríður Guðbjörnsdóttir, Linda María Runólfsdóttir og Ólafur Björn Sveinsson hefja öll töku eftirlauna nú um áramót og Sigurjón Björnsson lét af störfum fyrr á árinu.

Þá voru stórafmælisbörn ársins einnig heiðruð.

 

Deila: