-->

Heildarlausnir frá Naust Marine í nýjan rækjutogara á Nýja-Sjálandi

Íslenska fyrirtækið Naust Marine gerði nýlega samning um að hanna heildarlausnir í vindum og stjórnbúnaði fyrir nýjan rækjutogara sem nú er í smíðum. Togarinn verður byggður fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Sanford ltd. á  Nýja Sjálandi og verður smíðaður hjá Damen Maaskant skipasmíðastöðinni í Hollandi. Áætluð afhending búnaðarins frá Naust Marine er snemma árs  2024 en skipið á að afhenda kaupendum árið 2025.
„Við hönnun skips og búnaðar er áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni og hagkvæmni í rekstri,“ segir í frétt frá Naust Marine. Markmið Sanford er að draga úr kolefnisfótspori í starfsemi fyrirtækisins um 25% frá 2020 til 2030 og er útfærsla togarans liður í að ná því takmarki.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum

Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...

thumbnail
hover

Losuðu dauðan hval

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...

thumbnail
hover

Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu

Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...