Heimaey með mestan makrílkvóta

143
Deila:

Heimaey VE er með mestan makrílkvóta á þessu ári, 11.462 tonn eftir fyrstu úthlutun Fiskistofu. Er þá miðað við kvóta ársins, flutning frá síðasta ári og fyrstu flutninga milli skipa. Úthlutaður kvóti er 127.168, þegar 5,3% hlutur ríkisins hefur verið dreginn frá heildarúrhlutun. 22.324 tonn voru flutt frá

Næstu skip eru Venus NS með 10.837, Víkingur AK með 9.882 tonn, Björgúlfur EA 9,007 tonn, Vilhelm Þorsteinsson 8.847 og Huginn 8.379 tonn. Ger má ráð fyrir því að þegar uppverður staði verði Vilhelm Þorsteinsson með mestar heimildir, því kvóti Björgúlfs verður væntanlega fluttur yfir á hann.

Aflahæstu skip á síðustu vertíð voru Börkur NK með 11.000 tonn, Víkingur AK með 10.600 tonn, Huginn VE með 10.500 tonn, Venus NS með 10.400 tonn og Beitir NK 10.200.

Deila: