Helgi aflahæstur í maí

79
Deila:

Jónas SH-237 varð aflahæstur strandveiðibáta í maí.  Skipstjóri og eigandi er Helgi Bergsson Ólafsvík.  Helgi náði 12 veiðiferðum og endaði aflinn í 12.794 kg, þar af 3.295 kg ufsi og 97 kg af karfa.
Þegar rætt var við Helga á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda  í gær var hann nýkominn úr róðri.  „Þorskurinn virðist vera að ganga nær landi.  Hrygningarþorskur fyrir sunnan nes ásamt stórufsa“, sagði Helgi.  Aðspurður um hver aflinn hafi verið – „jú, það var ágætt í dag 2,3 tonn“.

Helgi sagði þetta hafi verið hálfgerður barningur allan mánuðinn.  Veðrið ekki upp á það besta, menn væru jafnvel farnir að tala um hvort sama ótíðin verði í sumar og í fyrra.  Nokkuð langt var róið til að ná góðum þorski.  Það hefði þó gengið vel að ná skammtinum og á landleiðinni hefði verið rennt fyrir ufsa.

Þetta er þriðja árið sem Helgi rær á strandveiðum.

 

 

Deila: