Helgi á leið til Flateyrar og fer á sæbjúgnaveiðar

225
Deila:

Togskipið Helgi SH hefur verið seldur frá Grundarfirði og er kaupandinn Aurora Seafood ehf. Verður Flateyri heimahöfn bátsins og fær hann nafnið Tindur ÍS 235 og verður gerður út á sæbjúgnaveiðar. Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði keypti bátinn árið 2000 og gaf honum Helganafnið sem hann bar í 20 ár.

Eins og kunnugt er festi Guðmundur Runólfsson hf. kaup á togskipinu Bergey VE 544 af Bergi-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Bergey fékk nafnið Runólfur SH 135 og leysti hann Helga af hólmi.

Mynd og frétt af skessuhorn.is

 

Deila: