-->

Helmingur kvótans í íslensku síldinni veiddur

Veiðar á íslensku sumargotssíldinni ganga þokkalega þegar veður leyfir. Kvótinn um 70.000 tonn. Aflinn er orðinn 39.260 tonn og er því svipað magn óveitt. Veiðum á norsk-íslensku síldinni er að segja má lokið, aðeins 1.654 tonn eftir af leyfilegum afla og eiga tvö skip bróðurpartinn af því, Beitir á eftir 857 tonn og Heimaey 638 tonn. Líklega verða þessar eftirstöðvar fluttar yfir á næsta fiskveiðiár, þar sem veiðar á íslensku síldinni standa nú yfir og svo er loðnuvertíð að hefjast,

Aflahæstu skipin á norsk-íslensku síldinni eru Vilhelm Þorsteinsson EA með 10.614 tonn og Beitir NK með 10,511 tonn. Í íslensku síldinni eru fimm skip með yfir 3.000 tonn. Það eru Heimaey VE með 3.754 tonn, Ásgrímur Halldórsson SF með 3.365 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA með 3.170, Víkingur AK með 3.147 tonn og  Jóna Eðvalds með 3.142 tonn.

Kolmunnaveiðar eru langt komnar. Leyfilegur heildarafli er 202.000 tonn og búið er að veiða 176.874 tonn. Þar er Hoffell SU aflahæst með 22.586 tonn.
Engri loðnu hefur enn verið landað samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...