Helmingur þorsks á mörkuðum úr strandveiðum

190
Deila:

Á tímabilinu 1. júní til 19. júní hafa verið seld 4.042 tonn af þorski gegnum fiskmarkaðina.  Það er veruleg aukning frá því á sama tíma í fyrra, þegar magnið var 2.242 tonn. Helmingur magnsins í ár eða 51% er veitt á handfæri, sem sýnir mikilvægi þess afla fyrir markaðinn.

„Verð nú er nokkuð lægra en í fyrra, 327 kr/kg á móti 270 kr/kg sem fengist hefur að meðaltali fyrir óslægðan færaþorsk.  Þegar tekið er mið af stöðu krónunnar er munurinn enn meiri eða um 7%,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Grafið sem hér fylgir sýnir verð og magn tímabilið 1. júní – 19. júní.

 

 

Deila: