Hitti sætan strák frá Reykjavík

Maður vikunnar að þessu sinni hóf störf við sjávarútveg hjá Samherja árið 2005 eftir útskrift frá Háskólanum á Akureyri. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur og þar starfar Fjóla Stefánsdóttir hjá HB Granda. Hana langar til Ástralíu og Nýja-Sjálands.

Nafn?

Fjóla Stefánsdóttir.

Hvaðan ertu?

Fædd á Akureyri en búið í Reykjavík síðan 2005.

Fjölskylduhagir?

Gift Reykvíkingi honum Jóhanni Helga Sigurðssyni – og við eigum 2 börn. Stefaníu Lilju fædda 2007 og Sigurð Sigvalda fæddan  2010.

Hvar starfar þú núna?

HB Granda – Reykjavík.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði að vinna hjá Samherja á Akureyri eftir útskrift frá HA 2002. Hitti svo sætan strák frá Reykjavík og flutti suður til hans.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Mjög lifandi starfsumhverfi þar sem enginn dagur er eins. Hef verið einstaklega heppin að fá að vinna með skemmtilegu og kláru  fólki sem finnst gaman í vinnunni.

En það erfiðasta?

Mér finnst erfiðast að vinna í umhverfi þar sem uppsagnir hafa átt sér stað og góðir vinir hafa hætt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Man ekki eftir neinu skrýtnu í augnablikinu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir – bæði núverandi og fyrrverandi, geri ekki upp á milli vina 😉

Hver eru áhugamál þín?

Svara bara eins og fegurðardrottning, fjölskyldan, ferðalög og vinir. Fer samt gjarnan í gönguferðir og elda allskonar skemmtilegan og vonandi góðan mat.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Mexikóskur og vegan-matur sem ég er að læra inn á þessa dagana.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ástralíu og Nýja Sjálands. Kæmi kannski við á Maldive-eyjum.

 

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Einum og mikið af því góða

Beitir NK kastaði á síldarmiðunum austur af landinu um hádegi í gær. Dregið var í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 ton...

thumbnail
hover

„Áströlsku stelpurnar“ heimsóttu Fáskrúðsfjörð

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði. Það er langt ferðalag að ferðast fr...

thumbnail
hover

Taka ákvörðun um makrílbætur á næstu...

Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér...