Hlé á grásleppuveiðum telst ekki til veiðidaga

107
Deila:

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fallist á beiðni Landssambands smábátaeigenda um að hlé á grásleppuveiðum teljist ekki til veiðidaga.  Ákvæði um samfellda talningu veiðidaga frá upphafi veiða mun ekki eiga við ef skipstjóri eða áhöfn verður fyrirskipað að fara í sóttkví eða einangrun.

Breytingin er gerð til að draga úr afleiðingum sem COVID-19 gæti haft á grásleppuveiðar.  Sóttkví eða sýking skipverja hefði að óbreyttu orðið til þess að veiðidagar hefðu talið meðan viðkomandi væri forfallaður.

Breyting á reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 þessa efnis er væntanleg og mun gilda frá 20. mars.

Reglugerðin

 

Deila: