-->

Hlutabréf HB Granda flytjast í Kauphöllina

NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur samþykkt umsókn HB Granda hf. (HB Grandi) (kt. 541185-0389) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar (Aðalmarkaður). Þann 9. apríl sl. samþykkti Kauphöllin umsókn HB Granda að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár. Þeim skilyrðum hefur nú verið fullnægt.
Hlutabréf HB Granda eru nú skráð á First North Iceland. Við töku til viðskipta á Aðalmarkaðnum verða hlutabréfin afskráð af First North Iceland. Síðasti viðskiptadagur hlutabréfa HB Granda á First North Iceland er 23. apríl nk. og verða bréfin tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar næsta viðskiptadag eða 25. apríl nk.