Hlutverk og starfsemi Fiskistofu

134
Deila:

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um hlutverk sitt og starfsemi. Þar koma fram helstu verkefni sem snúa bæði að því mikilvæga þjónustuhlutverki sem stofnunin gegnir og eftirliti með fiskveiðum í sjó og ferskvatni.

Fiskistofa leggur áherslu á margvíslega bætta þjónustu og aðgengi viðskiptavina með rafrænum lausnum.
Fiskistofa er virkur þátttakandi í samstarfi þjóða um sjávarútvegsmál og gætir hagsmuna Íslands á þeim vettvangi.

Þegar horft er til framtíðar er stefnan sett á áframhaldandi framfaraskref í rafrænni þjónustu og aðgengi að upplýsingum ásamt markvissu eftirliti með auðlindanýtingu í hafi og vötnum.

Rekstur Fiskistofu á að vera gagnsær og hagsýnn og eftirsóknarverður vinnustaður í fremstu röð.

Fiskistofa leggur ríka áherslu á að svara erindum og afgreiða mál eins hratt og auðið er.

Á vef Fiskistofu eru birt þjónustuloforð um tímasetta skilvirka afgreiðslu á: Útgáfu veiðileyfa • Millifærslu á aflamarki og hlutdeildum • Útgáfu veiðivottorða og vinnsluvottorða • Útgáfu vigtunarleyfa • Öflun gagna úr gagnagrunni Fiskistofu • Aðgangi að rafrænum þjónustukerfum • Leyfum vegna framkvæmda við ár og veiðivötn.

 

Upplýsingar um innra starf Fiskistofu

Deila: