-->

Hnúfubakar greindir!

„Alþjóðleg samvinna, sérstaklega varðandi fartegundir eins og hnúfubak er sérlega mikilvæg. Hnúfubakar í Norður-Atlantshafi eyða sumrinu á norðlægum slóðum við fæðuöflun á hafsvæðinu frá Íslandi til Noregs. Á veturna halda þeir suður á bóginn á æxlunarstöðvarnar nærri miðbaug allt frá Karíbahafi austur að Grænhöfðaeyjum.“ Svo segir í frétt á heimasíðu Hafró og segir þar ennfremur:

„Fyrsti hvalur vetrarins við Cape Samana eyju í Dóminíska lýðveldinu sást og var ljósmyndaður þann 6. janúar s.l. af sjómanninum Leonardo Hernandez Balbuena. Myndinni deildi svo Eva Reznickova á Fésbókarsíðu tileinkaðri hnúfubökum sem Valerie Chosson starfmaður Hafrannsóknastofnunar vaktar einnig. Með samanburði við ISMN gagnagrunn stofnunarinnar (íslenski Megaptera novaengliae – íslenski hnúfubaks gagnagrunnurinn) gat hún, þrátt fyrir að upphaflega myndin væri fremur óskýr, greint að hér var á ferðinni hnúfubakur ISMN0122.

Þetta dýr greindist síðast með öruggum hætti hér við land 2016 þegar Charlie Lavin nemandi við stofnunina greindi dýrið.

Síðla í nóvember sl. var tilkynnt um hvalreka í Steingrímsfirði. Starfsmenn stofnunarinnar fóru til mælinga og sýnatöku en reynt er að afla sem bestra gagna úr sem flestum dýrum sem rekur á land, m.a. náði Sverrir Daníel Halldórsson að ljósmynda helming sporðsins.

Við samanburð þessa helmings við ISMN gagnagrunn stofnunarinnar (Íslenski Megaptera novaengliae – íslenski hnúfubaks gagnagrunnurinn) reyndist þetta vera einstaklingur ISMN0182 sem Charlie Lavin nemandi Hafrannsóknastofnunar greindi síðast með vissu hér við land árið 2016.

ISMN gagnagrunnurinn  sem er í umsjón Valerie Chosson og Gísla Arnórs Víkingssonar á Hafrannsóknastofnun, samanstendur af yfir 1000 greindum einstaklingum sem myndaðir hafa verið í hinum ýmsu leiðöngrum í kringum landið á vegum stofnunarinnar, samstarfsaðilum hennar og einstaklingum allt frá því um 1980 til dagsins í dag. Hafrannsóknastofnunin vill þakkar öllum sem lagt hafa til efni í gagnagrunninn.

Hvala ljósmyndagagnagrunnur Hafrannsóknastofnunar

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...