-->

Hoffell á landleið með kolmunna

Hoffell er á landleið með 1.650 tonn af kolmunna af miðunum vestur af Írlandi. Um 700 mílna sigling er af miðunum. Túrinn gekk vel, veðrið var gott og aflinn fékkst á rúmum 3 sólarhringum. Hoffell var eina íslenska skipið sem fór á kolmunnamiðin eftir loðnuvertíðina. Oft tekur alveg fyrir veiði á þessu svæði þegar komið er fram undir 20. mars, því er frábært að allt gekk svona vel. Með þessum túr hefur Hoffell landað tæpum 6.500 tonnum af kolmunna og er með mestan kolmunnaafla það sem af er. Skipið verður inni eftir miðnætti í kvöld.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða...

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...