-->

Hoffell með 1.650 tonn af kolmunna

Hoffell landaði 1.650 tonn af kolmunna á Fáskrúðsfirði á mánudag. Er þetta fyrsti kolmunnafarmur haustsins. Fiskurinn er veiddur í íslenskri landhelgi, aðeins um 70 sjómílum frá Fáskrúðsfirði. Og til að setja það í samhengi fyrir þau okkar sem skilja mælingar í kílómetrum betur, þá samsvarar það um 130 kílómetrum.
Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffelli sagði að túrinn hefði gengið mjög vel. „Tæpir fjórir sólarhringar frá höfn í höfn,” sagði skipstjórinn því til staðfestingar í samtali á heimasíðu Loðnuvinnslunnar á mánudag. Hann sagði að Hoffell væri á siglingu í fallegu haustveðri, í logni og blíðu. Þá sagði Sigurður líka að veðrið í túrnum hefði verið hið ágætasta, aðeins hefði komið smá kaldi eina nóttina. Í framhaldi spjölluðu greinarhöfundur og Siggi skipstjóri litla stund um lýsingarorð á veðri því hann sagði að það hefði verið kaldi en ekki bræla. Urðum við sammála um að stigið á milli kalda og brælu væri kaldaskítur.
Kolmunnafarmurinn sem Hoffell kom með að landi um kvöldmat, mánudaginn 11. október, er fallegur fiskur sem fór til bræðslu á Fáskrúðsfirði. Skipið hélt á ný til veiða í gær.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...