Hörpudiskur með sesamfræjum og hunangssósu

412
Deila:

Nú bjóðum við upp á gómsætan forrétt. Við kaupum stóran innfluttan hörpudisk og matreiðum með austrænu ívafi. Þetta er uppskrift að forrétti fyrir fjóra, frekar einföld og fljótleg og virkilega bragðgóður réttur.

Innihald:

8 stórir bitar af hörpudiski
3 msk. sesamefræ
2 msk. maizenamjöl
salt og svartur nýmalaður pipar
2 msk. avocado olía eða önnur olía eftir smekk
2 msk. soyjasósa
4 msk. hunang
1 msk. hrísgrjónaedik
2 msk. smjör
8-10 fersk basilíkublöð
olía til steikingar

Aðferðin:

Hitið olíu á á pönnu þar til hún er orðin snarpheit. Steikið basilíkublöðin í olíunni í um 10 sekúndur rétt til að þau byrji af verða stökk. Veiðið blöðin upp og leggið á pappírsþurrku.

Þá er það sósan. Setjið pönnu á miðlungsháa stillingu og blandið þar saman hunangi, soyjasósu, og hrísgrjónaediki. Hrærið þess vel saman og hitið upp að suðu. Takið pönnuna þá af hitanum og hrærið smjörinu út í í tveimur jöfnum skömmtum. Haldið sósunni heitri á lágum hita og gætið þess að hún sjóði ekki, því annars skilur smjörið sig frá öðru innihaldi.

Þurrkið hörpudiskbitana og kryddið lítillega með salti og pipar. Dreifið sesamfræjunum á disk og þrýsti hörpudisknum niður á fræin á báðum hliðum. Setjið á maizenamjölið á annan disk og þrýstið bitum í mjölið á báðum hliðum. Mjölið dregur í sig raka úr hörpudiskinum gerir það að verkum að sesamfræin tolla betur á honum.

Steikið síðan hörpudiskinn í olíu við háan hita í 3 um mínútur á hvorri hlið. Færið þá hörpufiskinn yfir í sósuna og hjúpið hitana varlega. Færið þá síðan upp forréttadiska og skreytið með basilíkublöðunum og jafnið því eftir er af sósunni á diskana. Berið fram með fersku salati að eigin vali og eða góðu brauði.

 

Deila: