Hrein höf á norðurslóðum

89
Deila:

Norðurlandaþjóðirnar skipta með sér formennsku á Norrænu Ráðherranefndinni. Venja er að sú þjóð sem fer með formennsku velur eitt eða fleiri atriði sem áhersluverkefni. Undir stjórn Noregs var stofnað til þriggja árs samstarfsverkefnis undir nafninu „Clean Nordic Oceans“ og var ætlað til þess að miðla gagnkvæmri þekkingu á reynslu, aðferðum og aðgerðum til að draga úr hættu á draugaveiðum og mengun hafsins vegna tapaðra veiðarfæra meðal annars með því að auka móttöku og endurvinnslu frá atvinnu- og tómstundaveiðum.

Öll norrænu ríkin tóku þátt í samstarfinu en að auki komu að verkefninu fulltrúar annarra þjóða utan Norðurlanda enda sameiginlegt verkefni allra að vinna gegn mengun hafs af völdum fiskveiða. Þetta samstarfsverkefni stofnaði vefsíðu með léninu www.cnogear.org  en einnig var staðið fyrir vinnustofum, námskeiðum og ráðstefnum auk útgáfu á smákvikmyndum til birtingar á samfélagsmiðlum. Margt athyglisvert hefur komið fram og í skýrslunni er meðal annars bent á að öll Norðurlöndin hafa lagt of litla áherslu á „vitund og afstöðu“ meðal sjómanna um það hvernig hægt sé að draga úr mengun í hafi.

Í skýrslunni eru ýmsar aðgerðir lagðar til. Sumar þeirra gætu átt við um öll löndin en almennt séð er ekki um það að ræða að sama lausnin henti öllum. Fulltrúar Íslands í nefndinni voru starfsmenn Hafrannsóknastofnunar þeir Haraldur A. Einarsson og Georg Haney.

Skýrslan á íslensku

 

Deila: