-->

Hreindýr og humar í uppáhaldi

Maður vikunnar er fædd á Hvammstanga en býr nú og starfar í Neskaupstað. Henni finnst fjölbreytileikinn í sjávarútveginum góður, en þykir miður sú neikvæða umræða um atvinnugreinina, sem stundum poppar upp.

Nafn:

Ragnhildur Tryggvadóttir.

Hvaðan ertu?

Fæddist á Hvammstanga, flutti svo til Akraness 5 ára gömul og þaðan til Neskaupstaðar þar sem ég er búin að búa í yfir 30 ár

Fjölskylduhagir?

Gift Sigurjóni Jónusyni og saman eigum við 3 börn, Andra Snæ 20 ára, Arnar Frey 17 ára og Jónu Sigrúnu 9 ára.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa sem launafulltrúi hjá Síldarvinnslunni hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég vann 1 sumar við að snyrta fisk sem unglingur enn byrjaði svo að vinna á skrifstofunni hjá SVN 2002 eftir að hafa farið suður i nám

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn, dagurinn er alls ekki alltaf eins sem er mjög skemmtilegt.

En það erfiðasta?

Neikvæða umræðan um sjávarútveginn sem poppar upp öðru hvoru.  

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Horfa á Hákon starfsmannastjóra með grímu og í hönskum taka covid sýni nokkrum sinnum á dag út á bílaplani skrifstofunnar.😊

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég er svo heppin að vinna með mikið af skemmtilegu og eftirminnalegu fólki

Hver eru áhugamál þín?

 Útivist, hjóla og njóta saman með góðum vinum og fjölskyldu.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Hreindýr og humar.

Hvert færir þú í draumfríið?

Að ferðast um Ítalíu með fólkinu mínu.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...