-->

Humar í hvítvínssósu og hvítlauk

Humar er ekki bara herramanns matur, heldur hefðarkvenna sömuleiðis og auðvitað bara fyrir alla sem vilja njóta slíkrar fæðu. Hann er dýr matvara og lítið framboð innan lands, en íslenski humarinn er ótvírætt sá besti í heimi.  Þess vegna er hann ekki algengur á matarborðum okkar, heldur hafður til hátíðabrigða og í rómantíska rétti á fallegum síðkvöldum. Við mælum með veisluborði fyrirhæfilegan gestafjölda með hæfilegu millibili. Hlíðum Víði!

Innihald:

800g humarhalar

½ laukur skorinn í 4 fleyga

250g smjör

2,5 dl hvítvín

2 msk. hunang

6 stórir hvítlauksgeirar, marðir

1-2 msk. ferskur sítrónusafi

1 tsk, salt

svartur mulinn pipar eftir smekk

4-8 sítrónu sneiðar

2 msk. fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Setjið rist í miðjan ofninn (gott er að hafa ofnskúffu undir til að taka við leka úr humrinum) Skjótið góðum hita á ofninn.

Bræðið smjörið í litlum potti á miðlungs hita. Bætið hvítlauknum út í og látið krauma í 1-2 mínútur. Hellið svo hvítvíninu út í. Látið malla og sjóða aðeins niður í um 2 mínútur . Bætið þá hunangi, sítrónusafa, salti og pipar út í. Hrærið vel í þar til allt hefur blandast saman og leggið til hliðar.

Klippið skelina á humrinum að ofan aftur að sporði og garnhreinsið hann. Losið um holdið í skelinni og dragið það upp úr skelinni. Setjið lauk undir holdið.

Setjið humarinn á ofngrindina með holdhliðina upp. Penslið humarhalana með helmingi sósunnar. Bakið humarhalana í 8-10 mínútur eftir stærð. Berið humarinn fram með saxaðri ferskri steinselju, góðu ristuðu brauði og salati að eigin vali. Kælt hvítvín fer mjög vel með þessum rétti fyrir þá, sem njóta slíkra veiga.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brim og Samherji áfram með mesta...

Litlar breytingar eru á hvaða aðilar eru í efstu sætunum yfir aflahlutdeild frá því sams konar upplýsingar voru birtar miðaðar vi...

thumbnail
hover

Huginn landar síld í Fuglafirði

Huginn VE landaði 1.000 tonnum af norsk-íslenskri síld í Fuglafirði hjá fyrirtækinu Pelagos. Aflann fékk Huginn austur af landinu in...

thumbnail
hover

Ársfundur Hafró framundan

Ársfundur Hafrannsóknastofnunar Rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, verður haldinn föstudaginn 25. september 2020, Kl. 14...