Humarsúpa

277
Deila:

Nú gerum við vel við okkur og fáum okkur afar góða humarsúpu. Reyndar er humarstofninn við landið í mikilli lægð og kannski erfitt að nálgast hann, en á hinn bóginn er ágætt framboð á innlendum humri, bæði stórum og smáum. Uppskriftin er miðuð við fjóra en hafa er auðvelt er bæði að stækka minnka.og minnka.

Innihald:

Súpan

12 humarhalar, fjöldinn fer eftir stærð, bara fleiri ef þeir eru smáir

2 msk. smjör

1 msk. ólífuolía

1 laukur, smátt saxaður

2 miðlungs gulrætur, afhýddar og smátt saxaðar

2 stilkar sellerí, smátt saxað

 1 tsk. ferskt timian, smátt saxað

1 tsk. ferskt tarragon, smátt saxað

1 teningur kjúklingakrydd

½ tsk. salt

¼ tsk. nýmalaður svartur pipar

½ tsk. cayenne pipar

4 hvítlauksgeirar, marðir

2 msk. tómataþykkni

3 msk. hveiti

2 ½ bolli hvítvín eða sérrí

1 lítri humar- eða fiskisoð

1 bolli rjómi

hvítlaukssmjör

2 msk. smjör
2 hvítlauksgeirar,marðir

Salt og pipar efir smekk

Aðferðin:

Humarsoð:

Skelflettið humarinn og garnhreinsið halana. Steikið skelina í smjöri þar til lyktin verður góð.  Bætið þá öllu grænmetinu út í og látið krauma um stund. Veiðið skelina upp úr pottinum og bætið við lítra af vatni og látið sjóða aðeins niður. Þykkið sósuna með hveiti ef þurfa þykir. Bætið þá tómatþykkninu út í og víninu og rjómanum og látið sjóða lítillega niður.
Bætið humarhölunum út í og látið suðuna koma upp. Takið pottinn af hellunni og deilið súpunni á fjóra diska. Gott er að setja sprauturjóma út í og berið fram með hvítlauksbrauði. Ef afgangur er af víninu er gott að hafa það með súpunni. Annars er bara að opna aðra flösku.

Deila: