-->

Hvalur 8 með langreyði á leið í land

Hvalur 8 er nú með eina langreyði á leið í land og er hann væntanlegur í hvalstöðina í Hvalfirði upp úr þrjú í dag. Þetta fyrsta dýr ársins náðist seint í gær, langt vestur af landi, en þá var að koma bræla. Hvalur 9 er enn á slóðinni og bíður betra veðurs.

Lagreyðarkvóti þessa árs 154 dýr, en við hann bætast 20% vegna engra veiða síðustu tvö ár. Það verður því leyft að veiða yfir 180 langreyðar á vertíðinni, sem stendur fram á haust. Kjötið verður að vanda flutt út landi og er markaðurinn fyrir það í Japan vaxandi á ný eftir 23 ára veiðibann og síðan ýmsar náttúruhamfarir í Japan, sem hafa dregið úr efnahagi landsins og þar með kaupgetu landsmanna þar. Nú er efnahagurinn að rétta úr kútnum og markaðir fyrir hvalkjöt að aukast á ný.
Þetta er síðasta ár útgefins hvalveiðikvóta til fimm ára, en samkvæmt upplýsing frá Hafrannsóknastofnun, er stofninn sterkur og þolir vel veiðar sem ekki eru takmarkaðar við meira magn.

Hvalbátarnir í höfn í Reykjavík.  Ljósmynd Hjörtur Gíslason