-->

Hvalurinn skorinn

Fyrsta langreyður sumarsins var dregin á land i hvalstöðinni í Hvalfirði í dag. Strax var byrjað að flensa og kjötið að mestu komið niður í kjötvinnslu um kvöldmatarbil. Hvalurinn var tarfur, um 63 fet á lengd, en slíkt dýr gefur af sér 10 til 12 tonn af kjöti auk spiks og annarra afurða.

Gunnlaugur Fjólar, stöðvarstjóri, segir að hvalskurðarmennirnir klári skurðinn á um fjórum tímum. Mest af kjötinu sé fryst á staðnum, sumt fari í vinnslu á Akranesi og rengi og spik sé unnið í Hafnarfirði. Allt verður nýtt og unnið mjöl og lýsi úr því sem ekki nýtist til manneldis. Afurðirnar vera síðan fluttar utan á markað í Japan. Ekkert fer til spillis að sögn Gunnlaugs.
Hvalurinn veiddist síðdegis í gær um 160 mílur frá landinu vestur af Faxaflóa. Síðan þá hefur verið bræla á miðunum og Hvalur 9 heldur þar sjó og bíður færis. Fátt bendir þó til að veðrið gangi niður fyrr en að áliðinni viku.
Hvalurinn skorinn í hvalstöðinni i dag. Sjá má Kristján Loftsson, forstjóra Hvals í bakgrunni.
Ljósmynd Hjörtur Gísason