Hver einasta spýta úr áli!

103
Deila:

„Þessi barkur skaut sér hér inn í Grindavík á leið sinni austan af fjörðum til þess að skýla sér fyrir veðrinu. Ekki veit ég hvert för hans er heitið en geri ráð fyrir að hann sé á leið vestur á firði í einhverja vinnu þar í kringum laxeldið,“ segir Jón Steinar Sæmundsson á feisbókarsíðu sinni um þennan flotta þjónustubát sem kom inn til Grindavíkur um helgina.

Jón Steinar segir svo frá bátnum: „Þessi bátur er tvíbytna, 24m. á lengd og 12m. breiður. þetta er þjónustubátur við laxeldið með tvo mjög öfluga krana á dekkinu. Kranarnir eru 3,5 T og 1,85 T á 20 metrum.
Þessi bátur var meðal annars notaður til þess að hífa upp bátana sem sukku í Flateyrarhöfn í snjóflóðinu.
Smíðaður 2015 hjá Salthammer Båtbyggeri í Vestnes í Noregi og er smíði no. 142 hjá þeirri stöð. Aðalvélarnar eru tvær af gerðinni Scania, hvor um sig 510 hestöfl.
Svo er eins og maðurinn sagði: „Það er hver einasta spýta í honum úr áli.“

Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Deila: