Hvítfiskframleiðendur koma saman í Kaupmannahöfn

Deila:

Margir aðilar í hvítfiskvinnslu á heimsvísu verða samankomnir í sýningarhúsnæði Marel í Kaupmannahöfn þann 25. september næstkomandi til að kanna hvernig tækninýjungar Marel gætu hámarkað nýtingu þeirra á hráefnum.

Sýningarmiðstöðin sem er 900 fermetrar að stærð verður hlaðin stökum tækjum og tækjalínum. Þar á meðal verða til sýnis lausnir sem þegar hafa sannað gildi sitt á markaði en einnig nýjar frumgerðir. Haldnar verða sýnikennslur þar sem farið verður yfir hvernig framleiðendur geti best hámarkað virði afurða á ýmsum stigum virðiskeðjunnar, hvort sem er með nýjum eða þrautreyndum vinnsluaðferðum, tækjum eða hugbúnaðarlausnum.

Helst má þarf nefna;

  • Sjálfvirkan fráskurð beingarðs
  • Úrval pökkunarlausna þar sem róbótar vinna verkin – þar á meðal glænýja frumgerð af sjálfvirku snjallpökkunarkerfi sem skammtar í misstóra kassa samtímis.
  • Ný skurðarflæðilína fyrir eldisfisktegundir, t.d. vartara (seabass), kólguflekk (sea bream) og beitifisk (tilapia), sem styðst við Innova hugbúnaðinn til að mæla afköst og frammistöðu með rauntímagögnum.

Innova framleiðslustýringarhugbúnaður er órjúfanlegur hluti kynninganna og í Innova tilraunastofunni munu gestir upplifa hvernig Innova hugbúnaðarlínan getur á ýmsan hátt aukið gæði, framleiðni og hagkvæmni í fiskvinnslu.

Af gestafyrirlesurum má nefna Freyr Theodórsson, Senior Vice President hjá DNB, sem mun fara yfir rísandi stefnur og strauma í sjávarútvegi auk þeirra áskorana sem blasa við. Einnig má nefna Gonzalo Campos, Senior Fish Marketing Manager Europe hjá SealdedAir Food Care sem mun fjalla um hvernig hvítfiskur sé verðandi „hagkvæm munaðarvara“.

Þetta er fimmta árið í röð sem hvítfiskframleiðendur á heimsvísu koma saman á Whitefish ShowHow til að kynna sér nýjustu vinnslulausnir, hvert vindar blása í geiranum og upplifa í návígi ýmsa lykiltækni framtíðar.

Deila: