ICES leggur til 70.000 tonna loðnukvóta í Barentshafi

95
Deila:

Alþjóða hafrannsóknaráðið ICES, leggur nú til 70.000 tonna loðnuveiði í Barentshafi. Það er í fyrsta sinn sem loðnukvóti er gefinn út þar frá árinu 2918.
Mælingar á loðnu fóru fram í haust og mældist mun meira af kynþroska loðnu en undanfarin ár. Mest mældist þó af tveggja ára loðnu. Hluti hennar er uppistaðan í kynþroska hluta stofnsins, en ekki hefur mælst svona mikið af henni síðan 1991. Loðnan hefur reyndar vaxið hægt, líklega vegna aukinnar samkeppi um fæðu. Það þýðir að hluti tveggja ára loðnunnar verður ekki kynþroska fyrr en 2023.

Af eins árs gamalli loðnu mældist meira en langtímameðaltalið, sem þýðir að nýliðun hefur verið góð í tvö ár í röð. Það lofar því góðu fyrir veiðina í eitt til þrjú ár.
Endanlegur kvóti verður ákveðinn síðar í mánuðinum á fundi fiskveiðinefnda Noregs og Rússlands.

Deila: