-->

Ísfélagið kaupir uppsjávarskip

Ísfélag Vestmannaeyja hefur bætt við skipakost sinn en skipið heitir Ginneton og var smíðað hjá Karstensen í Danmörku 2006. Um er að ræða uppsjávarskip bæði fyrir nót og flotvörpu og er með 1.348 rúmmetra tankarými fyrir afla. Skipið er 1.337 brúttotónn, 62,6 metrar að lengd og 12,8 á breidd. Aðalvél skipsins er af gerðinni MAN Alpha Diesel 9L27/38 og er 2999 kW.

„Við reiknum með að taka við skipinu í desember hér í Eyjum og verðum klárir í loðnuvertíð sem fyrst,” sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...