Ísfélagið kaupir uppsjávarskip

105
Deila:

Ísfélag Vestmannaeyja hefur bætt við skipakost sinn en skipið heitir Ginneton og var smíðað hjá Karstensen í Danmörku 2006. Um er að ræða uppsjávarskip bæði fyrir nót og flotvörpu og er með 1.348 rúmmetra tankarými fyrir afla. Skipið er 1.337 brúttotónn, 62,6 metrar að lengd og 12,8 á breidd. Aðalvél skipsins er af gerðinni MAN Alpha Diesel 9L27/38 og er 2999 kW.

„Við reiknum með að taka við skipinu í desember hér í Eyjum og verðum klárir í loðnuvertíð sem fyrst,” sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir

Deila: