Ísfell með stillanlegt jafnvægiskerfi fyrir báta

Deila:

Ísfell hefur nú tekið við nýju umboði sem er Zipwake, stillanlegt jafnvægiskerfi fyrir báta. „Zipwake var stofnað árið 2011 með þá framtíðarsýn að leysa velþekkt vandamál við stöðugleika mótorbáta. Og eftir þrjú og hálft ár eða í nóvember 2014 leit fyrsta framleiðslulína Zipwake dagsins ljós, eða S-Serían.  Innan S-seríunnar er hægt að fá fjögur alhliða sett eða 300S, 450S, 600S og 750S, allt eftir stærð bátsins. Sérhvert sett inniheldur alla þá hluti sem þarf til að koma jafnvægiskerfinu upp og samanstendur af: jafnvægisspjöldum, dreifideili, stýringu, köplum, handbók og uppsetningarleiðbeiningum,“ segir í frétt á heimasíðu Ísfells.

„Það sem Zipwake hefur fram yfir hefðbundna flapsa er:

  • Skilvirkara ris (lift) á bát
  • Minna baksog (drag)
  • Fimm sinnum hraðvirkar en hefðbundnir flapsar
  • Minni veltingur sem leiðir til betri eldsneytisnýtingar

Árið 2016 kynnti Zipwake síðan nýja línu hjá sér eða V-laga jafnvægispjöld sem eru staðsettir fyrir miðju skuts sem eykur virkni S-Seríuna til muna og gerir Zipwake vörurnar enn samkeppnisfærari. V-laga serían fæst einnig í fjórum mismunandi útgáfum eða frá 11 til 24 gráðu hornum.

Zipwake er auðvelt í notkun og er eitt stjórnborð til að stjórna öllum jafnvægispjöldum og stillingum á þeim og er því komið fyrir hjá örðum stjórntækjum bátsins.

Skemmst er frá því að segja að síðan Zipwake kom á markað 2014 hefur vörunum verið einstaklega vel tekið og í dag er Zipwake með sölu í 35 löndum í gegnum 50 dreifingaraðila.

Þessa dagana verður Henrik Kuhlman sölustjóri Zipwake staddur hér á landi og þeir aðilar sem hafa áhuga á að fá kynningu á Zipwake hjá Henrik endilega verið í sambandi við Hjört Cýrusson í gegnum netfangið hjortur@isfell.is eða í síma 6608840,” segir á heimasíðunni.
Ísfell zipwake-3

 

 

Deila: