Íslenska fánanum flaggað

Deila:

Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóri Vísis dró íslenska fánn að húni á hinu nýja línuskipi Vísis hf. Í Grindavík Páli Jónssyni. Skipið liggur tilbúið í skipasmíðastöð í Gdansk í Póllandi. Unnið er að því að setja niður vinnslubúnað á millidekk og lest frá Marel, og Skaginn 3X og línubeitningakerfi frá Mustad.

Reynslusiglingum er lokið og gert er ráð fyrir að skipið verið tilbúið til heimaferðar í fyrstu viku desembermánaðar. Skipið er 45, metrar að lengd og 10,5 metrar að breidd. Þetta er fyrsta nýsmíðin af þessari stærðargráðu í rúmlega 50 ára sögu Vísis.

Skipið mun hafa Mustad Autoline línukerfi frá Ísfelli ehf. og verður þar með fyrsta íslenska skipið með sjálfvirku rekkakerfi sem léttir á álagi og vinnu um borð. Skaginn 3X sér um uppsetningu vinnslubúnaðar sem bætir alla aflameðhöndlun, svo sem blæðingu, kælingu, flokkun og frágang afla í lest. Verkefnið er að hluta til unnið í samstarfi við Marel sem mun meðal annars sjá um flokkara og annan búnað um borð.

Unnið að uppsetningu línubeitningarkerfis frá Mustad um borð.

Deila: