-->

Ísþór fær rekstrarleyfi í Þorlákshöfn

Matvælastofnun hefur veitt Eldisstöðinni Ísþór hf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Nesbraut 25 í Þorlákshöfn. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 12. janúar 2021 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 9. febrúar 2021.

Eldisstöðin Ísþór sótti um nýtt rekstrarleyfi vegna 1.800 tonna hámarkslífmassa í seiðaeldi á laxi og regnbogasilungi að Nesbraut 25, Þorlákshöfn. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin þann 11. september 2020. Úttekt starfsstöðvar hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Eldisstöðvarinnar Ísþórs, FE-1162, en starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...