Jökull kominn á flot

124
Deila:

Trébáturinn Jökull SK-16 er kominn á flot. Hann sökk við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði fyrr í vikunni. Vegfarandi hafði samband við slökkviliðið þar sem hann taldi bátinn halla heldur mikið í höfninni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var báturinn svo gott sem alveg sokkinn þegar viðbragðsaðila bar að garði. Enginn var í bátnum þegar hann sökk. Frá þessu var greint á visir.is

Jökull SK-16 er 80 tonna trébátur smíðaður í Þýskalandi 1959. Vel gekk að ná bátnum úr höfninni í dag að sögn Helga Hinrikssonar framkvæmdastjóra Köfunarþjónustunnar, sem sá um framkvæmdir á verkstað í samvinnu við eiganda bátsins.

Hann segir að aðgerðaáætlunin sem lagt var upp með hafi gengið 100 prósent.  Hún var í grófum dráttum svona:

  • Komið var fyrir mengunarvarnargirðingum í kringum bátinn til að lágmarka mengun.
  • Lestarlúgan var lengd um 120 cm. Svo að hún næði upp fyrir sjávarmál.
  • Komið var fyrir dælum í lest bátsins.
  • Komið var fyrir stroffum undir bátinn að framan og að aftan.
  • Krani notaður til að styðja við bátinn og rétta hann af.
  • Dælur gangsettar og sjór tæmdur úr lest og vélarrými sem verður til þess að báturinn lyftist upp og flý
  • Ljósmynd Helgi Hinriksson

 

Deila: