Jón Pinkill eftirminnilegur

295
Deila:

Maður vikunnar er Ísfirðingur að uppruna en starfar nú hjá Reiknistofu fiskmarkaða. Hann fékk fyrstu launuðu vinnuna í fiski 13 ára gamall.

Nafn:

Bjarni Rúnar Heimisson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn á Ísafirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur Sólveigu, með 2 börn og við fjölskyldan búum i Hafnarfirði.

Hvar starfar þú núna?

Ég er framkvæmdastjóri hjá Reiknistofu fiskmarkaða.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég fékk fyrstu launuðu vinnuna þar 13 ára gamall í löndunum og að slægja ásamt ýmsu öðru.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fólkið og karakterarnir sem maður talar við í kringum sjávarútveginn.

En það erfiðasta?

Óvissan með hvað framtíðin ber í skauti sér. Á vissan hátt er það samt líka skemmtilegt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í störfum þínum?

Þegar vinur minn og samstarfsfélagi velti lyftara á hliðina, hoppaði út úr honum og rétti hann við á innan við 30 sekúndum á meðan við hinir stóðum gapandi að horfa á.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Jón Pinkill. Lífshamingjan smitaði frá sér!

Hver eru áhugamál þín?

Hlaup, hreyfing, fjölskylda, vinir og margt fleira.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Steinbítur í rjómasósu að hætti Tjöruhússins á Ísafirði.

Hvert færir þú í draumfríið?

Fjölskylduferð til Jamaíka og skíðaferð í Alpana.

Deila: