-->

Kanna áhuga á sýningunni Conxemar á Spáni

Íslandsstofa vill kanna áhuga fyrirtækja á þátttöku í sjávarútvegs-sýningunni Conxemar sem haldin verður í Vigo á Spáni dagana 7.- 9. október nk. Megináherslan á sýningunni er á frosnar sjávarafurðir og búnað, tæki og þjónustu fyrir sjávarútveg.
 Sýningin hefur farið stækkandi undanfarin ár og er talin ein sú mikilvægasta í greininni í heiminum. Íslandsstofa hefur skipulagt þátttöku íslenskra aðila á sýningunni nokkur ár, síðast árin 2010 til 2012 undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.
Samhliða sýningunni verða haldnar ráðstefnur og málþing um afmörkuð málefni tengd sjávarútvegi og fiskeldi.
Áhugasömum um þátttöku og þeim sem vilja kynna sér sýninguna nánar er bent að hafa samband við Berglindi Steindórsdóttur sýningarstjóra, berglind@islandsstofa.is, eða Guðnýju Káradóttur forstöðumann sjávarútvegs og matvæla, gudny@islandsstofa.is eða í síma 511 4000, fyrir 23. apríl nk.