-->

Kaupa báða fiskmarkaðina í Bolungarvík

„Við erum búnir að kaupa annan fiskmarkaðinn og erum að ganga frá kaupum á hinum í samtarfi við Völustein ehf.,, Salting og Blakknes ehf.,“ segir Guðbjartur Flosason, framleiðslustjóri Jakobs Valgeirs ehf., í Bolungarvík. „Við höfum keypt mikla þjónustu af mörkuðunum. Þeir hafa verið að landa, slægja og selja mikið fyrir okkur. Sigmundur Þorkelsson fór þess á leit við okkur að við keyptum markaðinn. Eftir að það var í höfn, gerðum við einnig tilboð í hinn markaðinn, sem er í eigu Karls Gunnarssonar, og er verið að ganga frá þeim málum,“ segir Guðbjartur. Karl mun sjá um rekstur markaðarins til næstu mánaðarmóta.

Guðbjartur segir fjárfestinguna leggjast vel í þá félaga og telur að um mjög góða rektrareiningu sé að ræða. Að sögn Guðbjarts stefnir fyrirtækið ekki á frekari fjárfestingar í Bolungarvík í bili. „Það er alltaf nóg af hlutum sem þarf að fjárfesta í en við erum ekki að fara að kaupa fleiri fyrirtæki,“ segir Guðbjartur.

Frá þessu er greint á heimasíðu BB