Keila með graslaukssmjöri

202
Deila:

Keila er að okkar mati fremur vanmetinn fiskur. Hún er fyrirtaks matfiskur og hæfir vel í margskonar fiskrétti. Keiluna má yfirleitt fá í fiskbúðum og fiskborði stórmarkaða, en vissulega má hafa í þessum einfalda og góða fiskrétti annan fisk að eigin vali.

Innihald:

Graslauksmjör:

220g smjör við stofuhita
2 msk. smátt saxaður graslaukur
1 hvítlauksgeiri, marinn
smá salt

Keila:

4 bitar af keilu, roð- og beinlausir, hver um 180g.
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar.
2 msk. ólífuolía

Aðferð:

Smjörið:

Hrærið smjörið í skál uns það er orðið létt og aðeins loftkennt. Bætið þá graslauknum, hvítlauknum og salti út í og hrærið vel saman. Færið smjörið yfir á plastfilmu og rúllið henni upp í sívalning, um 3,5 sentímetra að þvermáli. Lokið endunum og setjið í frysti í um 20 mínútur.

Keilan:

Kryddið keiluna ríflega með salti og pipar. Hitið olíuna á pönnu uns hún er orðin snarpheit. Veltið keilunni upp úr hveiti og steikið á báðum hliðum í 4 mínútur eða þar til fiskurinn er orðin fallega gullinn.
Skerið smjörið í þunnar sneiðar og leggið á flökin þegar fiskurinn er borinn fram. Gott er að hafa með þessum rétti soðin hrísgrjón, ferskt salat að eigin vali og gott brauð.

Deila: